Hliðskjálf er félag áhugafólks um opin og frjáls landupplýsingagögn. Slík gögn auðna almenningi þess að fá gleggri mynd af umhverfi sínu.
Dæmi um verkefni sem þegar sinna slíku er OpenStreetMap sem heldur utan um byggingar, götur, göngu- og hjólaleiðir og margt fleira og er notað jafnt af einstaklingum sem stórfyrirtækjum. Það inniheldur hins vegar jafnframt ekki ýmis önnur gögn eins og hæðarlínur, mannfjölda, íbúaskrá eða fleira. Við póstum á Facebook og Twitter því sem viðkemur aðkomu okkar að OpenStreetMap.
Frjáls og opin landupplýsingagögn gera fólki það kleift að steypa saman mismunandi gagnasettum til að mynda þær upplýsingar sem æskt er eftir, þannig er hægt að blanda saman hæðarlínum við götukort OpenStreetMap.
Nafnið kemur úr norrænni goðafræði, Hliðskjálf var hásæti Óðins þaðan sem hann gat séð yfir jörðina og allt sem þar gerðist.
Félagið hefur kennitöluna 541113-0880.