Vinnuhópar eru ætlaðir til að fást við einstaka viðfangsefni. Hverjum hópi er í sjálfvald sett hvernig samskiptaform er notað, hvort sem það er á samfélagsmiðli, umræðuþráðum eða tölvupósti eða öðru.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við umsjónarmenn hópanna.
Vinnuhópur um kortlagningu bygginga
Þessi hópur einbeitir sér að því að bæta byggingum við á kortið á OpenStreetMap. Á Trello er að finna yfirlit yfir stöðu þéttbýliskjarna, hvort að þar vanti loftmyndir til að kortleggja eftir, hvort að loftmyndir liggi fyrir en það eigi eftir að ráðast í verkið og svo einnig hvort að húsnúmer séu til staðar. Öllum er frjálst að gerast Trello-notendur og slást í hópinn.
Vinnuhópur um hjólaleiðir
Þessum hópi er ætlað að lagfæra hjólaleiðir á OpenStreetMap, sem er notað á hjolavefsja.is. Til dæmis vantar stundum tengingar á milli stíga og gatnakerfis.
Vinnuhópur um flygildi
Þessum hópi er ætlað að skoða fjármögnun og rekstur á kaupi flygildis (drone) sem að hægt er að nota til myndatöku fyrir landfræðigögn. Dæmi um slík flygildi er til dæmis eBee. Þessi starfsemi færi vonandi fram í samvinnu við aðra innlenda aðila sem hafa áhuga á þessu verkefni. Kári Gunnarsson er þar umsjónarmaður og frá Hliðskjálf situr þar jafnframt meðstjórnandinn Svavar Kjarrval.
Mapping Botswana
Mapping Botswana er vinnuhópur sem vinnur einkum á ensku. Umsjónarmaður er Jóhannes Birgir Jensson.