Aðgerðaáætlun um stafrænar landupplýsingar staðfest
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur staðfest aðgerðaáætlun um uppbyggingu, rekstur og viðhald grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar um Ísland. Í aðgerðaáætluninni er meðal annars fjallað um löggjöf á sviði landupplýsinga og farið yfir stöðu landupplýsinga hér á landi.
Sjá nánar frétt á vef Umhverfisráðuneytisins og sjálft skjalið (PDF).